Sýnikennslumyndband

Horfið á sýnikennslumyndbandið svo þú sért örugg(ur) með hvernig nota á Jext ef þú færð bráðaofnæmisviðbragð. Sýndu öllum þeim sem við á í þínu umhverfi myndbandið (fjölskylda, vinir, vinnufélagar, kennarar, þjálfarar o.s.frv.)

Upplýsingar fyrir sjúkling

Jext þjálfunarpenni

Þjálfunarpenninn er eftirlíking alvöru Jext en ólíkur að þrennu leyti.

  1. Þjálfunarpenninn inniheldur ekki adrenalín
  2. Þjálfunarpenninn er með plaststimpil í staðinn fyrir nál
  3. Þjálfunarpennann má nota endurtekið

Að öðru leyti virkar hann á sama hátt og alvöru Jext. Þetta er til að þú og aðrir geti á auðveldan hátt lært hvernig á að nota adrenalín pennann við bráðaofnæmisviðbragð.

Þú getur haft ávinning af því að æfa þig með þjálfunarpennanum ásamt því að horfa á sýnikennslumyndbandið.

Hægt er að panta ókeypis Jext þjálfunarpenna með því að senda tölvupóst með nafninu þínu og heimilisfangi til ALK@vistor.is eða í gegnum síma: 535-7000

Ef þú hefur spurningar varðandi notkun Jext skaltu fyrst hafa samband við lækninn.

Jext notkunarleiðbeiningar – Sjúklingakort

Ef þú hefur ekki nú þegar fengið Jext sjúklingakort með notkunarleiðbeiningum frá lækninum getur þú pantað slíkt frá ALK. Sendu tölvupóst með nafni og heimilisfangi til ALK@vistor.is eða hafðu samband í síma: 535-7000 og við munum senda þér eintak.

Hér má niðurhala Jext notkunarleiðbeiningum